User talk:Benna

From FamilySearch Wiki
Revision as of 17:50, 4 February 2013 by Sandralpond (talk | contribs) (added template nonenglish)

Jump to: navigation, search

Ég er að leita að manni sem heitir Hjörtur Þórðarson og er fæddur á Íslandi  25 september 1883. Faðir hans var Þórður Þórðarson f. 18. september 1844 að Melum á Kjalarnesi d. 20. mars 1897. Móðir Hjartar var Helga Jónsdóttir f. 16. mars 1851 í Vestur Landeyjum, Rangárvallasýslu hún lést 1. janúar 1886.  Í manntali 1890 er Hjörtur sagður tökubarn í Stíflu Breiðabólstaðasókn. Árið 1901 er hann hjá föðurbróður sínum í Þingvallastræti 4 í Reykjavík. Eftir það hef ég ekki fundið hann.

Kveðja

Bjarnfríður Gunnarsdóttir (Benna)

bennagunn@simnet.is